Færsluflokkur: Heilbrigðismál
16.4.2009 | 13:58
Ég þurfti að fara í bankann í morgun...................
og gekk sem leið lá framhjá sætukonunni á fyrsta borði.
Var í grallaraskapi, sneri við og spurði hana:
"Hvað ætlið þið að gera fyrir heimilin í landinu?"
Hún horfði á mig með augum sem sögðu "þú ert ekki heimili, þú býrð einn"
Ok, ég reyni annað trikk.
"Hvað ætlið þið að gera fyrir fyrirtækin í landinu?"
Hún horfði á mig með augum sem sögðu "þú ert ekki fyrirtæki, þú vinnur einn"
Jamm, reyni þá síðasta trikkið.
"Viltu dansa?"
Hún brosti.
Ég slurpaði hana á hálsinn, gekk að gjaldkeranum og lagði inn sjöhundruð og fimmtíu þúsund.
Þegar ég fór út úr bankanum heyrði ég hana hneggja lágt.
Sjaldan fellur eikin langt frá egginu.............................
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.1.2009 | 21:23
Ef þú ætlar að verða virkilega góður bloggari.........................
Lestu yfir vinsælustu bloggin á mbl. is og sogaðu í þig dramatíkina og "já sammála" kórinn.
Stattu upp og taktu lyfjaskammtinn þinn.
Bíddu pollrólegur þangað til þau fara að virka.
Breiddu yfir lyklaborðið á meðan þú borðar kornfleskið.
Leitaðu að bloggi sem er lífrænt ræktað lestu það, eða skoðaðu Ikeabæklingin.
Farðu að sofa.
Só gú tú bí gúd.......................