Færsluflokkur: Menning og listir
eru komnar aftur upp á yfirborðið eftir áralangan dvala í heilaberki mínum, rykið og vefurinn sem myndaðist við geymsluna eru nánast horfin og upprifjunin greið leið. Að vísu er þetta öðruvísi núna því það þarf enga filmu í vélina, svo hellingur er framundan í nám.
Þar sem ég álít mig vera sprotafyrirtæki þá vil ég fá fyrirsætur sem koma með seðlabúnt í buddunni frá atvinnumiðlunum.
Hef bara eina sem harðneitar að greiða fyrir vinnuna sína, og þar við situr.
Nú þetta er það helsta sem má upplýsa á þessari stundu.
Ok upplýsi samt að hún er svolítið upptekin af að syngja í "mírkóðfón" undir undurblíðum undirleiks föður á gamla tólfstrengja Þjóðhátíðargítarinn.
Svo sendum við þetta gargandi snilldar lag sem auðvelt var fyrir 4 ára stúlku að læra.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.6.2008 | 18:43
Eftir langa og stranga innhverfa íhugun..........
eða kannski frekar sjálfhverfa, setti rólegheitaferðin til Miðjarðarhafsins punktinn yfir iið.
Og ákvörðun sem legið hefur í loftinu um tíma, endanlega tekin. En þar með er ekki sagt að björninn sé unninn, svo það er bara að sjá til hvort maðurinn standi við heit sitt við sjálfan sig. Annars fer bara minns aftur á sama stað og reynir að ná sáttum við sjálfan sig ítrekað. Ekki amalegt að dúsa þar aðra viku eða tvær.
En óskaplega verður gott þegar hæ hæ og jibbíjey þagnar í kvöld.
Afsakið augnablik, þarf að horfa á fótbolta........3.6.2008 | 10:07
Hef mikla þörf fyrir að blogga...............
ákkurat núna, en heilinn í mér er eins og sólþurrkaður tómatur og hef þar af leiðandi ekki nokkurn skapaðan hlut til að segja frá.
Víst má blogga þó maður hafi ekkert að segja.
Hér er hátt hitastig sól og logn.
Þetta fallega útilistaverk eftir Ingu Ragnarsdóttur myndlistarkonu, á lóð Sjúkrahúss Akraness var vígt á Sjómannadaginn. Það heitir Hringrás og á að vera táknrænt fyrir það starf og líf sem á sér stað innan veggja Sjúkrahússins þar sem upphaf og endir lífsins eru daglegt brauð.
Jæja þá.........
8.4.2008 | 18:33
Í sandölum og ermalausum bol................
Búinn að gefast upp á vetrinum. Maður kemst hvort sem er ekki spönn frá rassgati, þannig að snjórinn má víkja fyrir einhverju öðru. Ekkert varð úr jeppaferð um síðustu helgi vegna drykkjuskapar meðlima og anna við að vinna einhverja fjandans sönglagakeppni á Grand Rokk. Jebb, það var nebblega Bjarni sem rúllaði þessu upp á Grandinu, með sandpappír, þvottabretti og vasaljós að vopni. Snilli kallinn sá. En hefði ég fengið að ráða þá hefði frekar verið valin fjallaferð.
Best að fara að gretta sig framan í gula fíflið.
Á maður kannski að vera í hvítum sokkum í sandölunum?
27.3.2008 | 19:41
Hjúkkur í stuttum pilsum til að gera fólki lífið léttbærara.....
er það nýjasta á einhverju erlendu sjúkrahúsi, jebb sagt var frá í Rúv fréttum, en missti af hvaða sjúkrahús þetta var, því miður. Upp hoppuðu nokkrir Vinstri Grænir á staðnum og mótmæltu kröftuglega, þá líklega vegna þess að sumar hjúkkurnar voru ekki beint fyrir augað þegar þær beygðu sig niður til að ná í pissuskálarnar.
Annars bar helv. góður eftir fertugsammælið og missti ekki hárið þann daginn.
Þakka aftur, ykkur öllum sem bökuðu mér afmæliskveðjur hér á blogginu.
Þessi færsla er ærslafærsla og aðeins til þess fallin að færa síðustu færslu neðar.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
2.2.2008 | 17:58
Sveittir líkamar sveiflast til og frá í crowdinu..............
sumar og hiti í loftinu, sjórinn volgur og það er myrkur.
Ljósin frá barnum lýsa daufum bjarma yfir ströndina.
Öldurnar slétta yfir sporin sem þau skildu eftir sig
í sandinum.
"She went away, she cut me like a knife
Hello beautiful thing, maybe you could save my life
In just a glance, down here on magic street
Loves a fool's dance
And I ain't got much sense, but I still got my feet"
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2008 | 22:58
Ég hef verið boðaður í viðtal á Rás 2.........................
sunnudaginn 10 febrúar, til þess að ræða um aðra bloggara og upplýsa landsmenn um mitt einkalíf.
Þess vegna er ég í óða önn að flokka niður þá sem koma til greina og semja eitthvað um þá.
----------------------------
Hef reyndar forskot því ég hef myndað mér ákveðnar skoðanir á mörgum ykkar, og er í aðra óðaönn að skrifa um það. Þetta tekur mikinn tíma og þess vegna bið ég ykkur afsökunar á að hafa ekki truflað ykkur flest, með kommentum.
En eitt enn. Ég fékk óvænt stuðnings-meil við HAM færslunni hér á undan og er þess vegna auðmjúklega þakklátur því, og fleygi henni ekki þess vegna.
Veit alveg að svona auglýsingar pirra marga hér, en þið verðið bara að lifa með því esskurnar.
Farinn fram............
Fyrri helmingurinn af þessari færslu er hauga lygi og hinn seinni auglýsing í boði bloggteljara.....
ásamt Gurrí okkar allra og Bjarna Ármanns ykkar hinna, verður ritstjóri vikublaðs okkar Vestlendinga Skessuhorn. Hún mun taka við ritstýringunni um áramótin af Magnúsi Magnússyni.
Til hamingju með það góan.
Mynd stolin af vef Skessuhorns.
Það held ég............
18.12.2007 | 16:21
Gleymdi einu, Ellý Ármanns vill ekki vera vinkona mín......................
og þar með fór síðasta vonin um að komast í sviðsljósið. Ég sem hef alltaf lesið bloggið hennar við kertaljós á kvöldin, upp í rúmi.
Spurning um að senda henni jólakort.
Heldurðu að hún mundi lesa það?
Æí Ellý, af hverju leyfirðu mér ekki að dáðst að færslunum þínum opinberlega, meinaða sko. Mundi aldrei skrifa neitt niðrandi um þig dúllan mín.
Kær kveðja. Frá Akranesi.
Einmana og kvennmannslaus Þröstur í hreiðri.
16.12.2007 | 16:18
Afskaplega þunglyndislegur dagur..............
með roki og rigningu, en hlustaði og horfði á þetta myndband, og viti menn það hætti að rigna.
Alveg satt........
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)