Færsluflokkur: Bækur
3.11.2008 | 21:54
Ég keypti bók, eiginlega af því að ég ætlaði að kaupa bók..........
en samt ekki akkúrat þessa bók, heldur aðra bók. Ég keypti sem sagt vitlausa bók. Ekki að hún sé vitlaus, hef ekki lesið hana, heldur frekar röng, eða öfug, skökk eða bara ekki sú bók sem ég ætlaði að kaupa. En keypti hana samt.
Arkaði inn í Eymundsson og beint að borði sem á að vera fyrir nýjar bækur. Borðið er svona álíka stórt og eldhúsborðið mitt. Bókunum var raðað í píramída og efst trónaði átta kílóa bók um bókaþjóf.
Undurþýð stúlkurödd andaði í eyrað á mér: "Get ég aðstoðað"?
Ég spurði um bókina Sá einhverfi og við hin, eftir Jónu Gísla.
Hún gramsaði í tölvunni og sagði: "Nei, en við getum pantað hana fyrir þig"
Blóðið frussaðist upp í heilann og ég sá rautt, eins og alltaf þegar orðið "pantað" er notað gegn mér, sem er orðið ansi oft hér í þorpinu mínu.
Leit eldsnöggt í kring um mig og sá bók með titlinum Segðu mömmu að mér líði vel, greip hana og sagði:"Nei takk"
Þess vegna keypti ég sögu um ástir eftir Guðmund Andra, sem er kannski góð bók, en ekki sú sem ég ætlaði að kaupa.
Það sem mér þykir merkilegast við þetta er að ég kaupi óvart bók um ástir, fyrirbæri sem rafbylgjur heila míns hafa ekki náð að skrá og skilgreina almennilega hingað til, kannski sökum utanaðkomandi rafbylgna, en bara kannski.
Hins vegar gat það hafa verið titill bókarinnar sem réð úrslitum, sem mér finnst bara skolli góður af ólesinni bók að vera.
Finnist ykkur eitthvað torskilið við þessa færslu, þá þið um það, ég er farinn að lesa ástarbók......................
Bækur | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.10.2008 | 20:54
Af tvennu illu............
tek ég bloggið fram yfir sjónvarp í kvöld, þó með þeim fyrirvara að eyða ekki nema sem svarar einum útrásarklukkutíma í það.
Sjónvarpsdagskráin er líka í kreppu eins og við var að búast. Þó var pínu gaman að sjá Sigmar græta forsætisráðherrann.
Þórhallur flautaði leikinn af allt of snemma, skaust eins og píla á bak við nýja settið, þreif í spaðann á Geir og skammaði Sigmar, held ég.
Ég reyni að opna annað augað endrum og eins til þess að fylgjast með langa orðinu (efnahagsástandið) en nennan til þess fer þverrandi.
Búinn að lesa báðar bækurnar í bókaskápnum mínum og verð að fara á stúfana og leita uppi góða bók.
Hún má ekki fjalla um peninga, morð, vændi, Austurlönd-fjær, Bretland, útrás, Davíðs-sálma, Geirfugla, brauð og kökur, Pútín, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, prjóna-skap, }ïqô·╩╚â~∟Ü{
Ok, ok ég skal taka pilluna mína.
Bloggið pirrar mig já, í augnablikinu en það snjóar á morgun .............................
Bækur | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
15.9.2008 | 21:19
Þrátt fyrir að hafa lofað ykkur..............
nei, ekki ykkur hér á blogginu, heldur ykkur hinum, að hætta að blogga þegar búið var að fletta mér 100 þúsund sinnum þá get ég samt ekki hætt.
En skil ekki að þið skuluð nenna þessu gormarnir ykkar. Takk samt.
Ét núna Kókópffs með rjóma.
Farinn að horfa á uppáhalds þáttinn minn um Önnu Phil löggukonu.
Þessi færsla flokkast auðvitað undir bækur...........
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.10.2007 | 23:33
Hvenær verður heimili að heimili - Egill Helgason um Guðberg Bergsson......
Var að horfa á Kiljuna með Agli Helga, þar sem hann sagðist hafa heimsótt Guðberg fyrir tuttugu og fimm árum á heimili hans. " Hann átti ekkert, bara sultukrukku í ísskápnum, en núna var hann komin með heimili".
Er bara að hugsa um, hve mikið þarf að vera af drasli inni hjá manni þannig að það kallist heimili.
Æi mér finnst þú segja svo margt sem ekki á við Egill Helgason.
En Kolla skemmtileg að vanda og Palli bara nokkuð í lagi núna.
Jamm og jæja.........
Bækur | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.10.2007 | 12:04
Lestri úr nýjum bókum frestað af óviðráðanlegum orsökum, í óákveðin tíma..............
Til stóð að lesa fyrir öll loðkvikindin á heimilinu. Þeim hafði verið raðað upp á tölvuborð pabbans. Honum var vinsamlega bent á að yfirgefa herbergið, eftir töku þessarar myndar. Pabbinn varð við þeirri ósk og settist inn í stofu, lækkaði í sjónvarpinu og punktaði niður nokkrar af þeim fjölmörgu ábendingum til áheyrenda, sem bárust frá herberginu.
Bangsi, komdu ég ætla að lesa fyrir ykkur.
Vertu hérna.
Sigga sittu kjurrr, skammastu þín!
Skilurrru það ekki?
Hættu þessu kisa, þú ert ekki mús.
Halló Kittý, horfðu á mig þegar ég tala við þig.
Ég er fjólublá í framan ég er svo reið. (tilvitnun í Stafakallabókina, þar sem F er fjólublár í framan af erfiði við að blása á fánann)
Ég er mamma ykkar.
*Dæs....
Ekkert varð hinsvegar úr lestrinum þar sem kvikindin höguðu sér ekki samkvæmt reglum sem fyrirlesarinn hafði sett.
Það held ég nú.........................
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.9.2007 | 20:26
Seinna, seinna ætlaði hann að segja henni þetta allt saman alveg eins og það hafði verið, hvernig hann hugsaði, hvernig honum leið,
og hvenig hún leit út í augum hans. Allt saman. Hann yrði dæmdur, og þá það. Hann sá fyrir sér vinnukonuvöðvana á henni, slappa og dinglandi á meðan hún vaskaði upp. Hokin í herðum og buguð. Annað slagið saug hún upp í nefið, eins og hún væri kvefuð, en hann vissi að hún var að gráta. Hann þoldi það ekki, hataði það, en gat ekki breytt því.
Sú sem kjaftaði mest spurði hvort honum lægi nokkuð á. "Nei, ekkert sérstaklega, svaraði hann.
@motta
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.9.2007 | 20:57
Feður eiga að hlusta á börnin sín - En það er ekki sama hvernig það er gert............
Hún náði í stólana sína raðaði þeim hlið við hlið og sagði:Pabbi það er pládss ég ætla að lesa fyrir þig. Ekki tala.
Hún: Ari er að róla, Ösp er að lesa Dýrin í Hálsaskógi.
Pabbinn: Dýrin í Hálsaskógi?
Hún: Ekki tala.
Pabbinn þegir og les blogg. Hún les enn hærra.
Hún: Nú er ég hætt að lesa
Pabbinn:Af hverju?
Hún: Þú hlustar ekki á mig.
Nú er ég búin að lesa, nú máttu standa upp ég ætla að taka stólana.
Pabbinn: Bíddu aðeins ég ætla að taka mynd.
Hún: *Dæs*
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)