Færsluflokkur: Pepsi-deildin
3.1.2009 | 13:21
Það heyrast miklir skruðningar úr þvottahúsinu..............
Ný sestur niður og leikurinn að byrja. Skruðningarnir halda áfram og á stofugólfinu fara að birtast hin ýmsu verkfæri.
Ryksuga, fötur, kústar, tuskur og klútar horfa á mig stingandi augum.
Börnunum hent út í garð.
Sængur, koddar, mottur og margt lauslegt þeytist út á svalir.
Allar hurðir og gluggar eru upp á gátt.
Mér er kalt, verða að taka þátt.
Allt í einu er allt búið og ég sest niður til þess að horfa á síðustu mínúturnar í leiknum.
Maur læðist undan gólflistanum í stofunni og horfir gremjulega á mig.
"Þú veist það fíbblið þitt að það er laugardagur" hugsa ég á móti.
Gleymum ekki smáfuglunum...................
1.9.2008 | 15:02
Er að hugsa um að ráða mig sem aupair til Búlgaríu..........
en þarf samt fyrst að fara í lagningu og litun, ná í tönnurnar mínar úr viðgerð og fá mér nýtt gerviauga. Held ég geti skilið hækjuna eftir heima því það er svo hlýtt þarna úti að mjöðmin lagast örugglega heilmikið.
Mér skilst að ég lendi í launaflokki Búlgarskra fræbblatínslumanna, en það verður bara að hafa það þó launin séu ekki há. Ég er að vísu ekki alveg búinn að skrifa undir samninginn, en þetta kemur allt saman.
Veit ekki hvort ég get bloggað þarna.
Eru þeir með símalínur í Búlgó?
Jiiiii hvað mig hlakkar til.
Farinn á fótboltaæfingu........................
20.8.2008 | 11:57