Færsluflokkur: Tónlist
16.10.2007 | 22:08
Söngvaskáldið Pétur Ben.................
Var að horfa á þennan þátt á Rúv, og verð að segja það að þessi strákur er snillingur. Ég féll gjörsamlega í stafi (ekki samt alla stafina) heldur frekar hurðarstafi, e.kannski hugarstafi (bull er etta).
Þetta eru fingurnir sem ég hef óskað mér alla æfi, en sjáðu ég fékk bara þykka bændafingur á allar tíu kjúkurnar. En spila nú samt bænirnar mínar, stundum á kvöldin þegar enginn heyrir (sem er nú yfirleitt).
Hugsa mér mögulega einhvertíma, einhverstaðar að sjá þennan snilling spila í návígi.
Jess sör........
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.8.2007 | 19:35
Við vinirnir förum ekki í skólann í haust,
kannski næsta haust.
Svo er bara að æfa sig í allan vetur.
http://www.youtube.com/watch?v=pZ9jrBg4Lwc
Jæja þá...........
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.8.2007 | 20:03
Ljósanæturlagið setur allt á annan endan þarna suðurfrá, á þessum stað sem heitir Keflavík
þú ert þráin sem býr í mínu hjarta."
Syngja þeir saman Rúnar og Jóhann.
Þeir eru bara alveg snarvitlausir þarna frá Sandgerði og Njarðvíkum vegna þess að ekkert er minnst á þá í laginu.
En þeir skilja ekki að Keflavík er og verður alltaf Keflavík og ekkert annað. Þó einhverjum gáfumanninum hafi dottið í hug að nefna allt suðurnesið Keflavík þá bara er það ekki að virka.
Alveg er ég sammála Rúnari með þetta, en hann gaf það út þarna þegar gáfumennirnir voru að skíra plássið, að hann ætti heima í Keflavík og hvergi annarstaðar.
Rúnsi kallin þú rokkar............
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)