o - Hausmynd

o

Afsakið mig augnablik.............

HPIM3217á meðan ég trufla ykkur hérna í miðju fjárhagsbókhaldinu, en þessi stelpa er fjögurra ára í dag og þarf að komast að, því hún er orðin stór að eigin sögn.

Pabbinn gerði hlé á vinnu í gær til þess að geta verið með skottinu sínu smá stund, áður en afmælið skall á með öllum sínum þunga kl: 17:00 að staðartíma.

 

Hann lofaði að koma heim til hennar í kvöldkaffi og þegar þau kvöddust fyrir krakkapartíið sagði hún:

"Þú verður vinur minn í kvöld, pabbi" ..........og eins og hendi væri veifað fylltust augu kallsins af einhverjum torkennilegum saltvökva.

Afmælisgjöfin getur hlegið, hjalað, drukkið úr pela, sofið og vaknað við hávaða "hágrenjandi" W00t

Svo var farið með 4 lítra af ís með sér í leikskólann í morgun fyrir alla krakkana þar, því það á "alltaf að skiptast á og gefa meðsér" þó einhver hafi kannski einhvertíma kastað pínu sandi í augu vor, í hita leiks.

Hafið gott kvöld öll saman nú á þessum "ögurstundum".................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Yndisleg færsla. Til hamingju með stóra krúttið þitt!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 13.10.2008 kl. 18:43

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Innilega til hamingju með prinsessuna þína. 

Ía Jóhannsdóttir, 13.10.2008 kl. 18:46

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Til hamingju með gullmolann þinn! Hún ER orðin stór! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.10.2008 kl. 18:47

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Krúttið orðin svona stór!! Til hamingju með daginn Eydís og til hamingju með fallega stelpu, Þröstur
 

Hrönn Sigurðardóttir, 13.10.2008 kl. 20:18

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Innilegar hamingjuóskir með litla gimsteininn þinn. Hvernig má annað vera en að fella saltvatnstár við einlægni sem þessa. Hún er ótrúleg, sú stutta. Þvílíkur gleðigjafi, henni er ætlað stórt hlutverk í framtíðinni

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 13.10.2008 kl. 21:18

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Hjartans þakkir fyrir okkur.

Þröstur Unnar, 13.10.2008 kl. 22:14

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.10.2008 kl. 22:55

8 Smámynd: Bullukolla

Til hamingju með að vera góður pabbi

Bullukolla, 13.10.2008 kl. 23:03

9 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 13.10.2008 kl. 23:57

10 Smámynd: Ólöf Anna

Haha saltvökva, sannur karlmaður grætur og viðurkennir  það bara að hluta til.

En til hamingju með fegurðardísina alveg mín vegna mætti vera bara blogg um hana þau eru alltaf svo falleg.

Ólöf Anna , 15.10.2008 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband