o - Hausmynd

o

205 leikskólakrakkar settu hátíðina Írskir Dagar á Akranesi í gær.....

Mynd_0400878og byrjuðu á því að reyna að kenna Gísla bæjó að syngja. Það gekk bara ágætlega, því kallinn er vel liðtækur í söng og hefur gert þó nokkuð af því að syngja og spila á nikku í hinum ýmsu uppákomum.

Eftir söng á torgi hins himneska friðar Akratorgi, gengu börnin í halarófu fram hjá vinnustað hans, og í óviðráðanlegu "krúttkasti" hendist hann út á gangstétt og gragar "hæ". Blandaður barnakór öskrar á móti "hæææææ" þótt hæið hafi bara verið ætlað einu barni. Hann hleypur að barni einu og fóstran sem leiðir það brosir hringinn og heldur að hann ætli að faðma sig, en verður fyrir miklum vonbrigðum (held ég ) þegar hann stekkur á barnið, faðmar og kyssir bara það en ekki hana.

Annars verður aðal stuðið og fjandans lætin í kvöld á hinu margrómaða Lopapeysuballi í Sementsgeymslunni.

Það er búið að tjalda partýtjaldinu í næsta húsi og fljótlega verður farið að bera þar út þúsund vatta hljómflutningstækin sem munu halda okkur við efnið fram eftir kvöldi. Það vill samt þannig til að mitt hús snýr þannig við hinu húsinu að lítil hætta stafar af flösku, og grjótkasti í mína glugga.

Æi pínu ýkt. Fannst bara gaman að sjá hversu allir hér skemmtu sér vel í gærkvöldi í þessari líka endemis blíðu.

Er bara góður, og engin truflun af unglingum yfir 23ja hér á efri Skaga.

Mynd stolin, breytt og stílfærð. Skessuhorn á ´ana.......


mbl.is Erilsöm nótt á írskum dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ekkert jafnast þó á við þjóðhátíðina, sammála? 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 5.7.2008 kl. 12:29

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Einstaklega sammála Guðrún Jóna.

Þröstur Unnar, 5.7.2008 kl. 12:46

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Fyrir einhverjum árum síðan hefði maður ekki hikað við að skutlast á Bakka, hoppa upp í næstu rellu og skella sér á Goslokahátíð.

Það er af sem áður var........ 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 5.7.2008 kl. 16:19

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vertu bara snöggur að rota Eril þá verður þetta allt í góðu lagi hjá ykkur.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2008 kl. 20:21

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Halda sig bara innandyra og læsa að sér, er það ekki málið.  Annars bara góða skemmtun og njóttu helgarrestar í stóískri ró eða þannig.

Ía Jóhannsdóttir, 5.7.2008 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband