o - Hausmynd

o

Ég ætla aldrei að fæða barn.................

injectionLæknirinn sagði að sársaukinn yrði svipaður og þegar kona er mænudeyfð við fæðingu barns. Djöfull var það vont, þó stungin hafi verið deyfisprauta fyrst. Nálin þrædd inn á milli hryggjarliða, inn í mænugöng og vökvinn átti að leka út.

" Ertu með tilbúin fjögur glös" sagði læknirinn við hjúkkuna.

Shit, hugsaði ég, á að tæma allt draslið. Ég verð eins og þurrkuð Rúsína.

" Okey búið, þú mátt fara heim eftir þrjá tíma, en ekki lyfta neinu strax þá gæti farið að leka" sagði hann.

Ég lá á bakinu í þrjá klukkutíma og var í bókstaflegri merkingu orðsins, eins og gömul sveskja, þegar hjúkkudúllan birtist og spurði hvort ég hefði ekki fengið kaffi og meððí.

"Urrrrrr nei"

"Fyrirgefðu, þú hlýtur að hafa gleymst"

Hux: Hvernig er hægt að gleyma fárveikum mænuvökvasjúklingi í þrjá klukkutíma.

Hún var komin með kaffi, rúnstykki og ömmusnúð eftir fimm sek.

Yndislegt, eins og nýr maður eftir kaffisopann og allt fyrirgefið að sjálfsögðu.

Niðurstaða: Allt eðlilegt í mænuvökva-sullinu, þarf að rannsaka eitthvað annað.

*Dæs.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Haha góður. Ég hef tvisvar verið mænudeyfð og fann ekki fyrir því í bæði skiptin...... fann nefnilega svo til annars staðar, hehe.

Sá annars að þú ert orðin aðdáandi Péturs Ben, ég er nefnilega fan líka, fór á tónleika með honum síðasta vor á Akureyri, keypti diskinn strax á eftir og hef hlustað á hann non stopp síðan, það er ekki bara tónlistin sem er frábær,  textarnir hans líka. En hefur þú þá hlustað á Mugison, hann er líka góður. 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.10.2007 kl. 19:46

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Já já hef hlustað á Mugison. Eina sem vantar er að sjá þessa kalla live.

Þröstur Unnar, 18.10.2007 kl. 20:00

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er nú ekkert slæmt að vera rúsína. 

Anna Einarsdóttir, 18.10.2007 kl. 22:03

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk gullið mitt fyrir að setja mig inn í færslu hjá þér, allt hjálpar, og bréfið er gott, "kveðja úr helvíti" hehe

Ásdís Sigurðardóttir, 18.10.2007 kl. 23:08

5 Smámynd: Halla Rut

Hef farið í svona.....smart...gott...og gaman...........

Halla Rut , 18.10.2007 kl. 23:22

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Fárveikum mænuvökvasjúklingi ... hahahhahaha, þú ert snillingur!

Guðríður Haraldsdóttir, 20.10.2007 kl. 20:03

7 Smámynd: Rebbý

já það er ekkert grín að láta taka tékk á mænuvökvanum 
fékk heilahimnubólgu einu sinni og hélt það verða mitt síðasta þegar læknafíflið sagði við hjúkkuna, sjáðu hvort þú finnir lengri nál meðan ég prufa þessa .... auðvitað dugði hún ekki svo stungurnar enduðu í 4 áður en þau fengu vökva

finn enn til við tilhugsunina .....

Rebbý, 21.10.2007 kl. 12:33

8 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ef maður hressist af spítalakaffi er málið orðið slæmt.

Hef aldrei fengið mænustungu en hef fætt 3 börn. Það er vont. 

Vona annars að allt sé í lagi...

Laufey Ólafsdóttir, 21.10.2007 kl. 14:54

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góður

Marta B Helgadóttir, 21.10.2007 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband