o - Hausmynd

o

Litlu hlutirnir og hljóðin sem pirra mann þangað til þolinmæðina þrýtur........

PirrÞegar maður vill hafa hina fullkomnu þögn er alltaf eitthvað sem fær mann til að rjúka á lappir aftur og aftur, þangað til maður gefst upp og sættir sig við það að ekki hægt að þagga niður í umhverfinu.

Eldhúsklukkan: Taka batteríið úr.

Dropar úr krananum í eldhúsinu: Skrúfa fastar fyrir.

Krakkinn í næsta húsi, sem hoppar alltaf sama kollhnýsinn, og stynur alltaf þegar hann lendir: Garga út um gluggann, "þegiðu krakki"

Vindgnauðið í lofttúðunni í þvottahúsinu: Loka þvottahúsinu.

Malið í tölvunni: Hendenni í vegg.

Rigningin: Taka þátt í vökvuninni.

Minn eigin andardráttur: Hljóðnar á endanum.

Besta svefnmeðalið mitt er andardráttur dóttur minnar.

See you..........

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú hefur þá ekki hent tölvunni í vegginn, bíddu með það aðeins lengur.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.9.2007 kl. 21:54

2 Smámynd: Hugarfluga

Ert'á túr, Þröstur?

Hugarfluga, 10.9.2007 kl. 22:16

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Hver ertu  Dúa, áttu blogg?

Nei fluga góð, kominn heim úr túrnum.

Þröstur Unnar, 10.9.2007 kl. 22:21

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þröstur ég henti einmitt batteríinu úr minni eldhúsklukku á laugardaginn í þynnkunni "Þurfti" nebblega í afmæli kvöldið áður. 

Marta B Helgadóttir, 10.9.2007 kl. 22:54

5 Smámynd: Rebbý

væll er þetta - reyndu að búa við félagsmiðstöð unglinga ... alltaf fjör hjá mér

Rebbý, 11.9.2007 kl. 18:54

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Rebbý ég bý við félagsmiðstöð Geitunga, og þeir eru fínir félagar. Þeir reka í burtu unglinga.

Þröstur Unnar, 11.9.2007 kl. 20:23

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þú ert hinn myndarlegasti karlmaður Þröstur

Jóna Á. Gísladóttir, 11.9.2007 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband