o - Hausmynd

o

Helgin loks á enda og venjulegur vinnudagur á næstu grösum.

Hvað er með þessi grös geta þau ekki bara drepist svo veturinn komist að? Sólin að gera útaf við mann rétt þegar maður var að byrja að fagna rigningunni. Best að láta af þessum fögnum næst þegar rignir.

Jæja, búin að vera annasöm helgi og gott að geta slappað af í kvöld.

Þvegið - þurrkað - smíðað - málað (listaverk sem enginn má sjá) - skrifað texta (sem enginn má sjá) - horft á landsleikinn góða á móti Spánverjum - ekki bloggað - hugsað - tekin ákvörðun.

Heyrði einhver staðar að margir menn hefðu verið handteknir í borg dauðans er þeir migu á veggi. Loksins er lögreglan að gera eitthvað í málunum þarna suðurfrá, manni finnst nú nóg komið með allan djöfulganginn þarna um helgar. Mundi hugsa mig tvisvar um ef ég þyrfti að fara í miðbæ Reykjavíkur ófullur og þá án " ég get allt og lem þig " svipsins, einhverja helgina. Svo er náttúrulega öryggi í því að hafa sérsveitina við höndina ef maður þyrfti að míga, eða einhver dólgurinn, eða dólgynjan færu að abbast uppá mann.

Jebb, só far só gút.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Heyrðirðu ekki að menn "gengu líka örna sinna" semsagt skitu á almannafæri, er ekki í lagi með þetta lið??  Eigðu ánægjulega vinnuviku.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.9.2007 kl. 18:29

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þú ert að gera eitthvað rangt ef þú hlakkar til vinnuvikunnar og hvíldarinnar eftir annasama og þreytandi helgi! Hér er þessu akkúrat öfugt farið!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 9.9.2007 kl. 18:29

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Já ég veit Gurrí. Er að vinna grjóthörðum höndum í að lagfæra þetta.

Þröstur Unnar, 9.9.2007 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband