o - Hausmynd

o

"Gerðu svo vel" getur valdið misskilningi og höfnun..............

Þrösturalla vega í mínu tilfelli áðan, þegar ég ætlaði að panta mér tíma hjá ónefndri Húðsjúkdómalæknastöð samkvæmt eindregnum tilmælum heimilislækniskonunnar minnar fyrir þrem árum.

Ég fékk nefnilega rauðan blett á ennið þarna fyrir þrem árum síðan, svona eins og fallegu konurnar í austurlöndum hafa, nema að minn blettur er rauður en þeirra brúnn, og ég finn til óþæginda í fegurðarblettinum annað slagið.

"Má bjóða þér að koma mánudaginn þrettánda október? "

"Þú meinar á þessu ári?" GetLost

"Já" svaraði hún áhugalaus.

"Heyrðu ég ætla að athuga annars staðar"

" Gerðu svo vel"W00t

Pirr:Gerðu svo vel að panta ekki tíma hjá okkur. Gerðu það plís farðu eitthvað annað með þinn blett.

Minni á að mjög líklega er ég með ólæknandi krabbamein, og á ekki langt eftir.............


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þekki þetta ó svo vel.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2008 kl. 11:03

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Humm, nei þú ert ekkert að yfirgefa þessa jörð í bráð en leitaðu bara annað gjörðu svo vel heheh...  bjánalegur frasi!

Ía Jóhannsdóttir, 28.8.2008 kl. 10:32

3 Smámynd: Halla Rut

Var þetta kannski í Domus medica. Svona er að hringja þangað. Eins og konan sé að gera manni stórgreiða með að svara símanum.

Farðu bara á læknavaktina.

Halla Rut , 28.8.2008 kl. 11:25

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Eða bara á bráðamóttökuna, sýnist þetta geta verið sjaldgæft og bráðdrepandi afbrigði af holdsveiki ...

Guðríður Haraldsdóttir, 28.8.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband