o - Hausmynd

o

Er lífið að fjara út ?

1200EM búið, júní að klára sig og rigningar mánuðurinn tekur við. Einstaka manneskja gengur um götur bæjarins og ef heppnin er með þá opnast dyrnar og bjallan glymur 3svar sinnum á dag. Meira að segja flugurnar eru hálffeimnar við að fljúga inn um dyrnar.

.....fersk angan af hafinu leggur fyrir vitin, og daufur hljómur þriggja strengja gítars, þar sem eiga að vera sex, berst til eyrna. Hann gengur upp moldarstíginn sem liggur úr fjörunni og upp að timburhúsinu. Það er ljós á pallinum fyrir utan, en húsið sjálft er myrkvað. Hljómar gítarsins hverfa en fylgja honum samt........

Afsakið missti mig aðeins í blúsinn.

Eru ekki Ólimpíuleikarnir í handbolta að byrja?

Over and out.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fersk angan Þrölli minn.

Nefndin

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.6.2008 kl. 13:19

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Takk Jennslan mín. Var að hugsa um  ferskan afgan.

Þröstur Unnar, 30.6.2008 kl. 13:27

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Humm þarna kemur nýr maður fram á sjónarsviðið.  Mér líkar vel við hann.

Ía Jóhannsdóttir, 30.6.2008 kl. 19:27

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Mýkri og dulúðari hlið.................... Góður penni í ofanálag

Hins vegar spurning um fráhvarfseinkenni? Landsmót hestamanna er að byrja, flott dagskrá þar. Mér heyrist nýji kúrekadiskurinn hans Helga Björns lofa góðu

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 30.6.2008 kl. 19:57

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Maður dettur bara í stemmningu hérna! Þetta áttu þá til... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 30.6.2008 kl. 21:33

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ferskan afgan.  Er það ekki bannað stöff?

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.6.2008 kl. 23:58

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Jenný... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.7.2008 kl. 00:34

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Já Guðrún Jóna, það er grunnt á mjúka manninn þessa dagana, og þeir takast á sá harði og sá mjúki. Annar dettur í nostalgíuna þegar bærinn tæmist um helgar og "fjölskyldurnar" (fyrirbæri sem hann var hluti af einu sinni) þyrpast í stórum stíl í ferðalög, og skilja bara eftir sig gargandi Múkka og auðar götur.

Hinn hugsar honum þegjandi þörfina.

Það er svo margt sem er bannað Jenný, en það má hugsa möguleikana.

Hafið góðan dag esskurnar og takk fyrir kommentin.

Þröstur Unnar, 1.7.2008 kl. 08:20

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Flottur stemmari bara. Þú þarft ekki að kvíða tómum bæ. Nú þegar eru eldrauðhærðir Írar (dulbúnir Skagamenn, hugsa ég) farnir að þramma um bæinn og veifa öllu sem þeir sjá. Veit líklega á fjör um helgina ...

Guðríður Haraldsdóttir, 1.7.2008 kl. 15:30

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það verður þá Írskt stuð á þér um helgina, farðu varlega 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.7.2008 kl. 22:08

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hehehe, þorðir ekki alveg að missa þig í fallegum orðum

hafðu það best og fallegast

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband